Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í tvær vikur hjá félaginu og strax orðinn fyrirliði
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Sunderland
Granit Xhaka er orðinn nýr fyrirliði Sunderland þrátt fyrir að hann hafi bara verið hjá félaginu í tvær vikur.

Hann var keyptur til Sunderland frá Bayer Leverkusen í lok júlí fyrir 13 milljónir punda. Sú upphæð gæti síðar meir hækkað í 17 milljónir punda.

Xhaka er 32 ára gamall og er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem kemur til með að hjálpa Sunderland mikið þar sem liðið er að koma upp sem nýliðar í ensku úrvalsdeildina á komandi keppnistímabili.

Xhaka varð þýskur meistari með Leverkusen í fyrra og hann spilaði tæplega 300 leiki fyrir Arsenal á sjö árum hjá Lundúnafélaginu. Þá hefur Xhaka spilað 137 landsleiki fyrir Sviss.

„Það gerir mig gríðarlega stoltan að vera fyrirliði þessa liðs," sagði Xhaka. „Ég vonast til að sýna leiðtogahæfni mína innan sem utan vallar."

Sunderland mætir West Ham á laugardaginn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner