Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 13:45
Elvar Geir Magnússon
Roma hefur gert tilboð í Sancho
Mynd: EPA
Roma hefur gert tilboð í enska vængmanninn Jadon Sancho hjá Manchester United. Sancho er ekki í myndinni á Old Trafford og æfir ekki með liðinu.

Ekki er vitað hversu stórt tilboðið er frá Roma eða hvort það hafi verið samþykkt.

Sancho er 25 ára og hefur verið sagt að finna nýtt félag áður en glugganum verður lokað þann 1. september.

Juventus hefur einnig sýnt Roma áhuga en Juve hefur það fram yfir Roma að hafa komist í Meistaradeildina.

Framtíð Sancho er í óvissu eftir að Chelsea ákvað að borga 5 milljónir punda til að koma í veg fyrir að þurfa að kaupa hann fyrir 25 milljónir. Sancho lék á lánssamningi hjá Chelsea á síðasta tímabili en stóð ekki undir væntingum.

Fjórir leikmenn United hafa verið á einstaklingsæfingum en ekki æft með liðinu; auk Sancho eru það Alejandro Garnacho, Antony og Tyrrell Malacia.
Athugasemdir
banner
banner