Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 12:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Oliver fer til Króatíu eftir tímabilið
Oliver Heiðarsson.
Oliver Heiðarsson.
Mynd: Raggi Óla
Sóknarmaðurinn Oliver Heiðarsson hjá ÍBV mun yfirgefa félagið eftir tímabilið en hann hefur samið við NK Lokomotiva Zagreb sem leikur í efstu deild í Króatíu.

Þetta herma heimildir 433.is. Þar kemur fram að hann gangi formlega í raðir félagsins 1. janúar.

Oliver var besti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra þegar ÍBV vann deildina og komst upp í deild þeirra Bestu. Hann er lykilmaður í Eyjaliðinu.

Oliver, sem er 24 ára, hefur verið eftirsóttur undanfarna mánuði en stærstu lið Bestu deildarinnar hafa reynt að kaupa hann og þá hefur fjöldi erlendra liða fylgst með framgangi hans.
Athugasemdir
banner