Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeilarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 9. ágúst
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 6. ágúst
Besta-deild karla
mánudagur 4. ágúst
Besta-deild kvenna
laugardagur 2. ágúst
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 16. júlí
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 14. ágúst
Sambandsdeildin
Astana 0 - 0 Lausanne
Yan Vorogovskiy - Astana ('41, gult spjald)
Ararat-Armenia - Sparta Prag - 16:00
Sabah FK - Levski - 16:00
Levadia T - Differdange - 16:30
Gyor - AIK - 17:00
Hammarby - Rosenborg - 17:00
Omonia - Araz - 17:00
Paks - Polessya - 17:00
Sheriff - Anderlecht - 17:00
Arda Kardzhali - Kauno Zalgiris - 17:30
Beitar Jerusalem - Riga - 17:30
Brondby - Vikingur R. - 17:30
Vaduz - AZ - 17:30
AEK - Aris Limassol - 18:00
Besiktas - St Patricks - 18:00
Celje - Lugano - 18:00
Maccabi Haifa - Rakow - 18:00
Neman - KÍ Klaksvík - 18:00
Jagiellonia - Silkeborg - 18:15
Spartak Trnava - Universitatea Craiova - 18:30
Dinamo Tirana - Hajduk Split - 18:45
Dundee United - Rapid - 18:45
Linfield FC - LIF Vikingur - 18:45
Austria V - Ostrava - 19:00
Egnatia R - Olimpija - 19:00
Hibernian - Partizan - 19:00
Santa Clara - Larne FC - 19:00
Shamrock - Ballkani - 19:00
Virtus - Milsami - 19:00
Evrópudeildin
KuPS (Finland) 0 - 0 Rigas FS (Latvia)
Brann - Häcken - 17:00
Noah (Armenia) - Lincoln (Gibraltar) - 17:00
Drita FC (Kosovo) - Steaua (Romania) - 18:00
Shakhtar - Panathinaikos - 18:00
Braga - Cluj (Romania) - 18:30
Legia (Poland) - AEK Larnaca (Cyprus) - 19:00
WORLD: International Friendlies
US Virgin Islands 6 - 4 Turks and Caicos
fim 14.ágú 2025 12:00 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska: 2. sæti

Enska úrvalsdeildin, þjóðaríþrótt Íslendinga, fer aftur af stað á morgun þegar Liverpool og Bournemouth eigast við í opnunarleik. Líkt og síðustu ár þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Í öðru sæti í þessari spá er Manchester City sem átti erfitt tímabil á síðustu leiktíð.

Fyrir leik á HM félagsliða í sumar.
Fyrir leik á HM félagsliða í sumar.
Mynd/EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd/EPA
Guardiola hér með nýjum aðstoðarmanni sínum, Pep Lijnders.
Guardiola hér með nýjum aðstoðarmanni sínum, Pep Lijnders.
Mynd/EPA
Markamaskínan Erling Haaland og vængmaðurinn Omar Marmoush, sem kom frá Frankfurt í janúar síðastliðnum.
Markamaskínan Erling Haaland og vængmaðurinn Omar Marmoush, sem kom frá Frankfurt í janúar síðastliðnum.
Mynd/EPA
Foden var lélegur á síðasta tímabili.
Foden var lélegur á síðasta tímabili.
Mynd/Phil Foden
Bernardo Silva er tekinn við fyrirliðabandinu.
Bernardo Silva er tekinn við fyrirliðabandinu.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hollenski miðjumaðurinn Tijani Reijnders sem kom frá AC Milan.
Hollenski miðjumaðurinn Tijani Reijnders sem kom frá AC Milan.
Mynd/Man City
Rayan Cherki er mjög skemmtilegur leikmaður.
Rayan Cherki er mjög skemmtilegur leikmaður.
Mynd/Manchester City
Rayan Ait-Nouri í leik gegn Wolves á síðasta tímabili.
Rayan Ait-Nouri í leik gegn Wolves á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Kevin de Bruyne, einn besti leikmaður í sögu Man City, kvaddi félagið í sumar.
Kevin de Bruyne, einn besti leikmaður í sögu Man City, kvaddi félagið í sumar.
Mynd/Napoli
Jack Grealish er einnig farinn.
Jack Grealish er einnig farinn.
Mynd/Everton
Varnarmennirnir Josko Gvardiol og Rúben Dias.
Varnarmennirnir Josko Gvardiol og Rúben Dias.
Mynd/EPA
James Trafford var keyptur frá Burnley en verður líklega varamarkvörður.
James Trafford var keyptur frá Burnley en verður líklega varamarkvörður.
Mynd/EPA
Kyle Walker fór í Burnley.
Kyle Walker fór í Burnley.
Mynd/Burnley
Rodri kemur til baka.
Rodri kemur til baka.
Mynd/EPA
John Stones hefur lengi verið hjá City.
John Stones hefur lengi verið hjá City.
Mynd/EPA
Matheus Nunes getur leyst margar stöður.
Matheus Nunes getur leyst margar stöður.
Mynd/EPA
Fyrir utan Etihad, heimavöll City.
Fyrir utan Etihad, heimavöll City.
Mynd/Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester City lenti í fyrsta sinn í langan tíma í erfiðleikum á síðustu leiktíð. Eftir að hafa skrifað söguna með því að vinna fjóra deildartitla í röð þá tók liðið skref til baka á síðasta tímabili. Í fyrsta sinn frá fyrsta tímabilinu undir stjórn Pep Guardiola lauk liðið tímabilinu án þess að vinna stóran titil - þeir enduðu í þriðja sæti deildarinnar, féllu snemma úr Meistaradeildinni og töpuðu í úrslitaleik FA bikarsins gegn Crystal Palace á Wembley. Guardiola talaði sjálfur opinskátt um vonbrigðin, lýsti eigin frammistöðu sem „mjög lélegri“ og viðurkenndi að nauðsynlegt væri að bregðast við með ferskum hætti eftir erfitt tímabil. Guardiola var kannski orðinn of trúr leikmönnum sínum og hikaði við að klippa á strenginn hjá þeim nokkrum sem höfðu hjálpað honum að vinna fjölmarga titla. Guardiola skildi við konuna sína og það hafði auðvitað áhrif á hann, en núna er verið að klára skilnaðarpappírana og nýr kafli er að hefjast í hans lífi, og hjá City.



Sumarið á Etihad hefur verið allt annað en rólegt. City hefur fengið til liðs við sig orku- og sköpunarríka leikmenn eins og Tijjani Reijnders, Rayan Cherki, Rayan Aït-Nouri og James Trafford sem hver um sig bætir við liðið hraða, hugsjón og seiglu. Þeir bætast ofan á þá leikmenn sem komu í janúar síðastliðnum en þar ber hæst að nefna Omar Marmoush sem kom frá Eintracht Frankfurt og hafði strax jákvæð áhrif á frammistöðu liðsins. Á sama tíma halda lykilmenn eins og Erling Haaland, Phil Foden og Rodri, sem er kominn aftur eftir meiðsli, áfram að mynda burðarás liðsins. Að fá Rodri til baka, þó hann muni missa fyrstu leikjum tímabilsins, það er varla hægt að lýsa því hvað það gerir mikið fyrir City og Foden getur ekki verið eins lélegur og á síðasta tímabili. Haaland á þá örugglega eftir að skora meira. Guardiola hefur ekki bara hrist upp í leikmannahópnum því það eru líka komnir nýir menn í þjálfarateymið, meðal annars með því að fá inn Pep Lijnders, fyrrum aðstoðarmann Jurgen Klopp, til að blása nýju lífi í hópinn.
Þrátt fyrir skýrt plan um að kveikja aftur í sigursælu City-liði eru sérfræðingar varkárir þegar talað er um City fyrir þetta tímabil. Margir telja að þessi leiktíð verði meira til að aðlaga nýju leikmennina við leikstíl Guardiola heldur en að ná tafarlausri endurkomu á toppinn. Það virðist vinsælast að spá Liverpool titlinum og City öðru eða jafnvel þriðja sæti. City þarf að finna neistann aftur með endurnýjuðum leikmannahópi, hressari þjálfara og leikmönnum sem eru staðráðnir í að svara fyrir lélega spilamennsku á löngum köflum síðasta vetur. Líklega voru margir bara orðnir saddir í City hópnum en þeir eru með besta stjórann í deildinni og undir hans stjórn er erfitt að sjá að liðið muni ekki berjast um titilinn á komandi keppnistímabili.

Stjórinn: Það er enginn vafi á því að Pep Guardiola er besti stjórinn í þessari deild. Hann hefur unnið mest og haft langmest áhrif á fótboltaheiminn. Á tímapunkti þegar Guardiola gerði eitthvað taktískt, þá fylgdu bara aðrir með. Hann er fáránlega mikill snillingur en það er sagt um snillinga að þeir verði líka að vera smá klikkaðir, og það er Guardiola svo sannarlega. Guardiola var stórkostlegur leikmaður og hann hóf stjóraferil sinn hjá Barcelona þar sem hann myndaði eitt besta fótboltalið sögunnar - ef ekki bara það besta - með Lionel Messi í aðalhlutverki. Svo tók hann við Bayern og gerði flotta hluti þar, þó ekki eins flotta og hjá Barcelona, og þaðan fór hann til Man City þar sem hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna. Honum virðist líða betur í Manchester en annars staðar þar sem hann hefur fest rætur þar og eftir tímabilið verður hann búinn að vera hjá félaginu í tíu ár. Guardiola er raðsigurvegari og fyrir síðasta tímabil var eins og hann gæti ekki gert neitt rangt. Hann lenti á smá vegg og núna verður fróðlegt að sjá hvernig hann kemur til baka eftir það. Hann virðist ekki af baki dottinn þó önnur félög í ensku úrvalsdeildinni vonist auðvitað eftir því.

Leikmannaglugginn: City hefur frá því í janúar síðastliðnum reynt að endurnýja hóp sinn aðeins. Það voru stór tíðindi í sumar þegar Kevin de Bruyne yfirgaf félagið en hann er einhver mesta goðsögn í sögu City. Stærst er það þó að Rodri er mættur aftur eftir langtímameiðsli og það er eins og að fá nýjan leikmann inn í liðið.

Komnir:
Tijjani Reijnders frá AC Milan - 46,6 milljónir punda
Rayan Aït-Nouri frá Wolves - 31 milljón punda
Rayan Cherki frá Lyon - 30,5 milljónir punda
James Trafford frá Burnley - 27 milljónir punda
Sverre Nypan frá Rosenborg - 12,4 milljónir punda
Marcus Bettinelli frá Chelsea - Óuppgefið kaupverð
Kalvin Phillips frá Ipswich - Var á láni

Farnir:
Yan Couto til Dortmund - 25,1 milljón punda
Máximo Perrone til Como - 11,3 milljónir punda
Kyle Walker til Burnley - 5 milljónir punda
Jacob Wright til Norwich - 2,3 milljónir punda
Jack Grealish til Everton - Á láni
Vitor Reis til Girona - Á láni
Jahmai Simpson-Pusey til Celtic - Á láni
Kayky til Bahia - Óuppgefið kaupverð
Kevin De Bruyne til Napoli - Á frjálsri sölu
Scott Carson - Samningur rann út

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
Rodri er besti djúpi miðjumaður í heimi. Það var gríðarlegt högg fyrir Man City þegar hann meiddist snemma á síðasta tímabili, sleit krossband og var lítið sem ekkert með. Hann kemur til með að missa af byrjun tímabilsins eftir að hafa fengið högg á HM félagsliða en það verður gífurlega gott fyrir City að fá hann til baka. Þeirra mikilvægasti maður en hann var auðvitað valinn besti leikmaður í heimi áður en hann meiddist. Það er spurning hvort að hann sé sami leikmaðurinn eftir meiðslin.

Phil Foden var virkilega slakur á síðustu leiktíð og fann sig engan veginn. Hann skoraði sjö mörk og lagði upp tvö sem er engan veginn nægilega gott fyrir leikmann sem býr yfir hans gæðum. Hann var valinn leikmaður ársins tímabilið 2023/24 og hann þarf að finna það form aftur svo City komist á toppinn. Klárlega einn besti leikmaður deildarinnar.

Erling Haaland, sú mikla markamaskína. Manni fannst hann ekki vera góður á síðasta tímabili en samt sem áður skoraði hann 22 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 34 mörk yfir tímabilið í heild sinni. Það eru ansi góðar líkur á því að hann verði markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar þar sem hann skorar alltaf sín mörk. Það er bara Mohamed Salah sem stoppar hann.

Fylgist með: Það á enn eftir að koma úr kærumáli Man City gegn ensku úrvalsdeildinni. City var í febrúar 2023 kært af deildinni fyrir að brjóta fjárhagsreglur deildarinnar en alls eru kærurnar 115 talsins. Ekki er enn kominn dómur og ríkir óvissa með það allt saman. Samkvæmt nýjustu fréttum er búist við því að dómur falli í október en það verður líklega ekki það síðasta í þessu máli. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist en það gæti haft mikil áhrif á tímabilið hjá City ef dómur fellur á því miðju. Hvað varðar leikmenn til að fylgjast með þá verður gaman að fylgjast með Tijjani Reijnders og Ryan Cherki í ensku úrvalsdeildinni. Reijnders er afar góður miðjumaður sem er mjög yfirvegaður á boltann. Hann var frábær með AC Milan á síðasta tímabili. Cherki er þá tæknilega frábær leikmaður sem hefur ekki alltaf verið með hausinn rétt stilltan. Ef Guardiola nær að stilla hann rétt þá gæti hann búið til skrímsli úr þessum franska kantmanni.



Besta og versta mögulega niðurstaða: Besta niðurstaðan fyrir City er að liðið endurheimti Englandsmeistaratitilinn og vinni jafnvel fleiri titla með. Nýju leikmennirnir aðlagist fljótt og smellpassi inn í leikstíl Guardiola, Rodri komi frábærlega inn eftir meiðslin og að Foden og Haaland verði í góðum takti allt tímabilið. Versta niðurstaðan er sú að City haldi áfram að hiksta og að liðið verði í fjórða sæti. En allra versta niðurstaðan er að félagið verði dæmt sekt fyrir brot á fjárhagsreglum og verði dæmt niður um deildir.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. Man City, 225 stig
3. Arsenal, 218 stig
4. Chelsea, 215 stig
5. Newcastle, 182 stig
6. Tottenham, 172 stig
7. Aston Villa, 169 stig
8. Man Utd, 157 stig
9. Brighton, 144 stig
10. Nottingham Forest, 108 stig
11. Crystal Palace, 98 stig
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir