Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hollywood eigendur Wrexham að kaupa leikmann á metfé
Nathan Broadhead.
Nathan Broadhead.
Mynd: EPA
Hollywood leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenny eru heldur betur að opna bankabókina þar sem þeir eru að kaupa leikmann til Wrexham á metfé.

Reynolds og McElhenney keyptu Wrexham í nóvember 2020 og síðan þá hefur liðið flogið upp ensku deildirnar. Núna er Wrexham komið upp í næst efstu deild, Championship-deildina.

Þetta verður erfitt verkefni en félagið er heldur betur að styrkja sig núna með kaupum á framherjanum Nathan Broadhead frá Ipswich.

Hann mun kosta 10 milljónir punda og verður dýrasti leikmaður í sögu Wrexham.

Núverandi dýrasti leikmaður í sögu Wrexham er Lewis O’Brien sem var keyptur á 3 milljónir punda fyrr í sumar.

Leikmaðurinn er núna á leið til Wrexham þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning síðar í dag.
Athugasemdir
banner