Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roma reynir við Leon Bailey
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska félagið AS Roma er að reyna að krækja í kantmanninn Leon Bailey úr röðum Aston Villa.

Bailey er 28 ára og getur leikið á báðum köntum. Hann er þekktur fyrir að vera fljótur og með snögga fætur sem gerir honum kleift að leika á varnarmenn.

Á síðustu leiktíð kom Bailey þó aðeins að 6 mörkum í 38 leikjum með Aston Villa eftir að hafa verið lykilmaður tímabilið þar á undan.

Tímabilið 2023-24 kom Bailey að 28 mörkum í 52 leikjum með Villa.

Roma hefur sett sig í samband við Villa til að ræða um félagaskiptin, þar sem Rómverjar vilja fá leikmanninn á lánssamningi með kaupmöguleika.

Roma er einnig í sambandi við umboðsteymi leikmannsins sem virðist vera spenntur fyrir skiptunum.

Roma er í leit að nýjum kantmanni til að fullkomna leikmannahópinn sinn. Félagið er hingað til búið að næla sér í Evan Ferguson, Wesley Franca, Neil El Aynaoui, Daniele Ghilardi og Devis Vásquez í sumar.

Matías Soulé og Stephan El Shaarawy eru einu kantmennirnir í hóp hjá Roma sem stendur, ásamt hinum óreynda Luigi Cherubini. Paulo Dybala og Tommaso Baldanzi geta einnig leikið úti á kanti þó þeir vilji báðir frekar spila meira miðsvæðis.

Bailey hefur skorað 7 mörk í 39 landsleikjum fyrir Jamaíka.
Athugasemdir