Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. nóvember 2022 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Argentína með flugeldasýningu gegn Furstadæmunum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Julian Alvarez, Angel Di Maria og Lionel Messi gerðu út um viðureign Argentínu gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrri hálfleik er liðin mættust í dag.


Alvarez skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Messi og svo skoraði Di Maria tvennu á næstu tuttugu mínútum. Alexis Mac Allister, leikmaður Brighton, spilaði fyrri hálfleik og lagði seinna mark Di Maria upp.

Di Maria var búinn að skora tvennu og lagði svo upp fyrir Messi undir lok fyrri hálfleiks svo staðan var orðin 4-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Joaquin Correa gerði fimmta mark Argentínu á 60. mínútu og bættust fleiri mörk ekki við sannfærandi stórsigur.

Argentína er í riðli með Póllandi, Mexíkó og Sádí-Arabíu á HM.

Furstadæmin 0 - 5 Argentína
0-1 Julian Alvarez ('17)
0-2 Angel Di Maria ('25)
0-3 Angel Di Maria ('36)
0-4 Lionel Messi ('45)
0-5 Joaquin Correa ('60)

Fílabeinsströndin, sem mistókst óvænt að koma sér á HM, lagði þá Búrúndí auðveldlega að velli. 

Max Gradel og Nicolas Pepe skoruðu í fjögurra marka sigri.

Fílabeinsströndin 4 - 0 Búrúndí
1-0 J. Krasso ('10)
2-0 Max Gradel ('45)
3-0 Ibrahim Sangare ('58)
4-0 Nicolas Pepe ('63)


Athugasemdir
banner
banner