mið 16. nóvember 2022 15:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Íslands: Fyrsti leikur Sverris í nítján mánuði
Valgeir byrjar og Hákon fremstur - Aron Einar og Arnór á bekknum
Valgeir Lunddal varð sænskur meistari fyrr í þessum mánuði.
Valgeir Lunddal varð sænskur meistari fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir mættur aftur í landsliðið.
Sverrir mættur aftur í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 17:00 hefst viðureign Íslands og Litháen í Eystrasaltsbikarnum. Um undanúrslitaleik er að ræða og mun sigurvegarinn mæta annað hvort Eistlandi eða Lettlandi í úrslitaleik. Leikurinn í dag fer fram á glæsilegum leikvangi í Kaunas, Litháen. Tapliðin í einvígunum tveimur mætast í leik um 3. sætið.

Lestu um leikinn: Litháen 5 -  6 Ísland

Arnar Þór Viðarsson hefur valið byrjunarlið sitt og má sjá það hér að neðan. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Dagur Þorsteinsson verða ekki með íslenska liðinu í seinni leik mótsins.

Það vekur athygli að Valgeir Lunddal Friðriksson er í byrjunarliðinu, leysir stöðu hægri bakvarðar og Alfons Sampsted er á bekknum. Valgeir varð sænskur meistari með Häcken fyrr í þessum mánuði. Þá lítur út fyrir að Hákon Arnar Haraldsson sé fremsti maður. Fyrirliði landsliðsins, Aron Einar Gunnarsson, byrjar á bekknum. Birkir Bjarnason ber fyrirliðabandið í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason komu inn í hópinn fyrir þetta verkefni eftir að hafa verið töluvert lengi frá hópnum. Þeir byrja báðir í dag. Rúmt ár er frá síðasta landsleik Jóhanns og Sverrir lék sinn síðasta landsleik í mars í fyrra. Arnór Sigurðsson, sem hefur spilað á hægri kanti í síðustu leikjum, tekur sér sæti á bekknum.


Athugasemdir
banner
banner