Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. nóvember 2022 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búa sig undir að missa Torres - Mörg stór félög áhugasöm en þurfa að greiða metfé
Pau Torres
Pau Torres
Mynd: Getty Images
Villarreal er að undirbúa sig undir það að félagið muni missa Pau Torres frá sér í janúar. Félagið vill fá metfé fyrir leikmanninn en 40 milljónir punda er það mesta sem félagið hefur fengið fyrir leikmann til þessa.

Torres er 25 ára miðvörður sem hefur síðustu misseri verið orðaður við ensku félögin Manchester United, Tottenham, Chelsea, Aston Villa, Everton og Wolves. Þá hafa PSG og Inter einnig sýnt honum áhuga.

Hann er hluti af spænska landsliðinu sem nú undirbýr sig fyrir HM í Katar.

Unai Emery, fyrrum stjóri Villarreal, hefur áhuga á Torres og vill fá hann í sínar raðir. Chelsea hefur fylgst með honum að undanförnu og þá reyndi Tottenham að fá Torres til sín í janúar.

Manchester United er ekki talið líklegur áfangastaður eftir að Lisandro Martínez var fenginn í sumar.

Cedric Bakambu er sá leikmaður sem Villarreal hefur fengið mest fyrir í sögu félagsins. Hann fór til BJ Guoan í Kína tímabilið 2017/18.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner