Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 16. nóvember 2022 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Búast við að Mason Mount skrifi undir í janúar
Mynd: EPA

The Athletic greinir frá því að Chelsea sé nálægt því að komast að samkomulagi við Mason Mount um nýjan samning.


Mount er 23 ára sóknartengiliður sem verður 24 ára í janúar. Viðræður um nýjan samning munu halda áfram þá og eru stjórnarmenn Chelsea bjartsýnir að hann muni skrifa undir í mánuðinum.

Mount er samningsbundinn Chelsea til sumarsins 2024 og á því aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið.

Mount hefur spilað tæplega 200 keppnisleiki með Chelsea og á auk þess 32 leiki að baki fyrir A-landslið Englands.

Mount hafnaði nýjum sjö ára samningi frá Chelsea í sumar en núna er útlit fyrir að hann muni skrifa undir.


Athugasemdir
banner
banner
banner