Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. nóvember 2022 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Eystrasaltsbikarinn: Ísland þurfti vítakeppni gegn Litháen
Aron Elís gerði sigurmarkið í vítaspyrnukeppninni.
Aron Elís gerði sigurmarkið í vítaspyrnukeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Litháen 0 - 0 Ísland
Rautt spjald: Hörður Björgvin Magnússon ('84)
5-6 í vítaspyrnukeppni


Lestu um leikinn: Litháen 5 -  6 Ísland

Ísland vann Litháen eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik Eystrasaltsbikarsins.

Leikurinn sjálfur var bragðdaufur og leiðinlegur þar sem hvorugu liði tókst að skora og lauk venjulegum leiktíma með markalausu jafntefli.

Það var lítið um færi í leiknum og lék Ísland leikmanni færri síðustu tíu mínúturnar eftir að Hörður Björgvin Magnússon fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili. Seinna spjaldið var afar klaufalegt þar sem Hörður Björgvin virtist missa haus þegar hann kastaði boltanum í leikmann Litháa sem gekk í burtu frá honum.

Það tókst engum að skora fyrr en flautað var til vítaspyrnukeppni og þá fóru fyrstu tíu spyrnurnar í netið en Natanas Zebrauskas klúðraði sjöttu spyrnu Litháa. Aron Elís Þrándarson skoraði úr sjöttu spyrnu Íslands og tryggði sigur í vítaspyrnukeppni.

Ísland mætir því Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsmótsins. Lettland lagði Eistland að velli í vítaspyrnukeppni.


Byrjunarlið Litháen:
12. Edvinas Gertmonas (m)
2. Linas Klimavicius
3. Artemijus Tutyskinas
4. Edvinas Girdvainis
10. Fedor Cernych
11. Arvydas Novikovas
13. Saulios Mikoliunas
14. Armandas Kucys
17. Justas Lasickas
20. Domantas Simkus
22. Modestas Vorobjovas

Byrjunarlið Ísland:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Valgeir Lunddal Friðriksson
3. Davíð Kristján Ólafsson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Jón Dagur Þorsteinsson
17. Hákon Arnar Haraldsson
19. Ísak Bergmann Jóhannesson
20. Þórir Jóhann Helgason
23. Hörður Björgvin Magnússon
Athugasemdir
banner
banner