Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. nóvember 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markahæsti varnarmaðurinn elskar að spila undir stjórn Freysa
Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson
Mynd: Per Kjærbye
Mynd: Lyngby
Kasper Jörgensen, leikmaður Lyngby, var í viðtali sem birt var á heimasíðu félagsins. Þar ræddi hann um þróun sína núna á fyrri hluta tímabilsins í Danmörku. Hann talar vel um þjálfara sinn, Frey Alexandersson.

Lyngby hefur ekki fengið mörg tækifæri til að fagna frá því tímabilið hófst í sumar. Liðið er með átta stig eftir sautján leiki og vann sinn fyrsta leik á laugardag þegar liðið mætti Silkeborg á útivelli. Nú er hlé á deildinni vegna HM, eftir áramót verða svo leiknar fimm umferðir áður en deildinni verður tvískipt.

Kasper er 23 ára hægri bakvörður sem hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu. Hann er markahæsti varnarmaður deildarinnar til þessa.

„Persónulega, þá hefur haustið mitt verið mjög gott. Ég hef spilað nokkra góða leiki og skorað nokkur mörk. Þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki fallið með okkur, þá höfum við spila vel og liðsframmistaðan hefur hjálpað mér."

„Ég fór inn í haustið með aukið sjálfstraust eftir gott sumar - ég hef kannski skotið oftar sjálfur - í staðinn fyrir að reyna finna liðsfélaga mína."

„Við erum mjög góðir í föstum leikatriðum, og ég er orðinn einn af þeim sem er miðað á í hornspyrnum og aukaspyrnum, það hefur hjálpað mér að skora mörk."


Kasper segir að Freyr hafi haft mjög góð áhrif á þróun sína.

„Ég elska að spila undir stjórn Freys, og hann hefur haft ótrúlega mikla þýðingu fyrir minn leik. Mjög mikið hefur gerst á meðan hans tíma sem þjálfari."

„Við höfum átt mörg góð spjöll um minn leik og hvað ég get bætt. Hann hefur hjálpað mér að einbeita mér að þeim hlutum sem ég get sjálfur gert til að bæta minn leik,"
sagði Kasper.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner