mið 16. nóvember 2022 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neymar nefndi uppáhalds ensku leikmennina sína - Annar ekki í hópnum
Sancho og Kane. Kane með verðlaun fyrir að hafa verið maður leiksins gegn Úkraínu á EM í fyrra.
Sancho og Kane. Kane með verðlaun fyrir að hafa verið maður leiksins gegn Úkraínu á EM í fyrra.
Mynd: EPA
Neymar, leikmaður PSG og brasilíska landsliðsins, var í viðtali við Telegraph. Þar var hann spurður út í uppáhalds leikmennina sína frá Englandi.

Neymar nefndi tvo leikmenn, þá Harry Kane (Tottenham) og Jadon Sancho (Manchester United). Sancho er ekki í enska landsliðshópnum sem mættur er til Katar fyrir HM.

Sancho hefur ekki náð að stimpla sig almennilega inn hjá Manchester United eftir frábær tímabil með Dortmund í Þýskalandi. Hann missti sæti sitt í landsliðinu fyrir rúmlega ári síðan og var ekki mikið í umræðunni fyrir valið á landsliðshópnum á dögunum.

„Ég kann mjög að meta Kane og Sancho, þeir tveir eru ótrúlega góðir leikmen. Ég kann að meta leikmenn sem eru með hæfileika sem þeir búa yfir," sagði Neymar.

England spilar sinn fyrsta leik á HM gegn Íran á mánudag. Annar leikurinn er svo gegn Bandaríkjunum og lokaleikurinn í riðlinum er gegn Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner