Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 16. nóvember 2022 18:57
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Hörður Björgvin fékk kjánalegt rautt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland er þessa stundina að spila æfingaleik við Litháen í Eystrasaltsbikarnum. Liðin eigast við í Kaunas í Litháen og er staðan enn markalaus eftir 90 mínútna leik. Því verður gripið til vítaspyrnukeppnar.


Lestu um leikinn: Litháen 5 -  6 Ísland

Ísland er búið að spila manni færri undanfarnar mínútur eftir að Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður Panathinaikos, fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili en það seinna var sérlega klaufalegt.

Hörður Björgvin ætlaði að taka aukaspyrnu við vítateigslínu Íslands en leikmaður Litháa truflaði hann með ólöglegum hætti. Hörður brást illa við með því að kasta boltanum í leikmanninn, beint fyrir framan dómarann sem gat lítið annað gert en að gefa honum seinna gula spjaldið.

Kjánalegt rautt spjald og verður viðureignin útkljáð með vítaspyrnukeppni. 

Eistland og Lettland eigast við í hinum undanúrslitaleik Eystrasaltsbikarsins og er einnig vítaspyrnukeppni að hefjast í þeirra viðureign.


Athugasemdir