Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. nóvember 2022 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Sverrir Ingi: Vantaði gæði á þriðja vallarhluta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Ingi Ingason var sáttur með sigurinn eftir að Ísland vann gegn Litháen í vítaspyrnukeppni eftir þokkalega bragðdaufa viðureign sem var markalaus eftir 90 mínútur.


Það var lítið um færi en Ísland komst nokkrum sinnum í álitlegar stöður í venjulegum leiktíma án þess að takast að skapa mikið.

„Þetta var baráttuleikur. Völlurinn var erfiður og það var mikið um návígi og svona. Mér fannst við skapa okkur nokkur góð tækifæri á þriðja vallarhluta en það vantaði að komast á boltann inní teig og ráðast á krossana aðeins betur. En það var gott að vinna," sagði Sverrir Ingi.

„Við vissum að þetta yrði baráttuleikur og mér fannst við berjast vel en við hefðum mátt vera með meiri gæði á þriðja vallarhluta þegar við komumst í góðar stöður með boltann. Það vantaði síðustu sendinguna til að ná að klára, þá sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við komumst oft í góðar stöður."

Sverrir er kátur með að hafa sigrað í sinni fyrstu vítaspyrnukeppni með íslenska landsliðinu. Hann skoraði sjálfur af vítapunktinum og benti á að hann hefur aldrei klikkað á vítaspyrnu í keppnisleik.


Athugasemdir
banner
banner