Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 17. september 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Kári um nýja starfið: Yrði gráhærður eftir tvö ár sem þjálfari
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kári Árnason tekur við nýju starfi hjá Víkingum eftir tímabilið en hann verður þá yfirmaður fótboltamála. Kári hefur staðfest að hann muni leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Kári er með sterkar skoðanir á fótbolta og ræddi við Fótbolta.net um nýja starfið og fleira eftir fréttamannafund í Fossvoginum. Viðtalið má sjá hér að ofan.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er krefjandi starf og nýtt starf hjá félaginu. Það væri synd að leggja skóna á hilluna og fara í eitthvað allt annað því fótbolti er það sem ég þekki best og manna best að mér finnst," segir Kári.

„Þjálfun heillar mig ekki of mikið. Mér finnst óþægilegt að standa á hliðarlínunni og fylgjast með liðinu, ég verð of stressaður og yrði gráhærður eftir tvö ár í því."

„Við náum mjög vel saman og ég hlakka til samstarfsins. Hann er stjórinn yfir liðinu en ég verð honum innan handar ef á þarf að halda. Ég mun segja honum það sem mér finnst og nú get ég gert það á meiri jafnréttisgrundvelli."

„Ég er með ákveðnar skoðanir á fótbolta og tel mig þekkja sérstaklega varnarleik manna best. En ég hef lært mikið af Arnari og séð hvernig hlutirnir eru unnir, það hefur sett mig aðeins niður á jörðina. Ég er ekkert alvitur eða með mikilmennskubrjálæði. Það verður bara þægilegt að setjast niður og ræða hlutina."

Kári segir að í sínu starfi þurfi hann að hlúa að framtíð Víkings, hann sé með félagið að leiðarljósi. Ef Arnar Gunnlaugsson fer einn daginn þá muni liðið til dæmis halda áfram eftir sömu stefnu.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner