Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 17. september 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Kári um nýja starfið: Yrði gráhærður eftir tvö ár sem þjálfari
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kári Árnason tekur við nýju starfi hjá Víkingum eftir tímabilið en hann verður þá yfirmaður fótboltamála. Kári hefur staðfest að hann muni leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Kári er með sterkar skoðanir á fótbolta og ræddi við Fótbolta.net um nýja starfið og fleira eftir fréttamannafund í Fossvoginum. Viðtalið má sjá hér að ofan.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er krefjandi starf og nýtt starf hjá félaginu. Það væri synd að leggja skóna á hilluna og fara í eitthvað allt annað því fótbolti er það sem ég þekki best og manna best að mér finnst," segir Kári.

„Þjálfun heillar mig ekki of mikið. Mér finnst óþægilegt að standa á hliðarlínunni og fylgjast með liðinu, ég verð of stressaður og yrði gráhærður eftir tvö ár í því."

„Við náum mjög vel saman og ég hlakka til samstarfsins. Hann er stjórinn yfir liðinu en ég verð honum innan handar ef á þarf að halda. Ég mun segja honum það sem mér finnst og nú get ég gert það á meiri jafnréttisgrundvelli."

„Ég er með ákveðnar skoðanir á fótbolta og tel mig þekkja sérstaklega varnarleik manna best. En ég hef lært mikið af Arnari og séð hvernig hlutirnir eru unnir, það hefur sett mig aðeins niður á jörðina. Ég er ekkert alvitur eða með mikilmennskubrjálæði. Það verður bara þægilegt að setjast niður og ræða hlutina."

Kári segir að í sínu starfi þurfi hann að hlúa að framtíð Víkings, hann sé með félagið að leiðarljósi. Ef Arnar Gunnlaugsson fer einn daginn þá muni liðið til dæmis halda áfram eftir sömu stefnu.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner