Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. september 2022 11:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ramsey getur farið alla leið
Mynd: EPA

Jacob Ramsey var hetja Aston Villa í gær þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri á 


Jamie Carragher lýsti leiknum á Sky Sports en hann talaði um að leikurinn hafi verið hræðilegur. Það var ekki mikið um að vera en Ralf Hasenhuttl stjóri Southampton sagði að leikurinn hafi ekki veirð í úrvalsdeildarklassa.

Carragher hrosaði hins vegar Ramsey í hástert.

„Ég elska hann, hann er geggjaður leikmaður. Hann lítur ekki út fyrir að vera ungur krakki að spila við fullorðna karlmenn. Mér fannst það áhugavert að hann spilaði í fremstu víglínu gegn Man City og á miðjunni í þessum leik," sagði Carragher.

„Ég talaði við Gary McAllister fyrir leikinn og spurði hann hversu góður Ramsey væri. Hann sagði að hann gæti farið alla leið. Við erum að tala um með landsliðinu og spilað í Meistaradeildinni. Hann getur spilað þar á næstu árum."

Ramsey er 21 árs gamall Englendingur en hann á 7 landsleiki fyrir u21 árs landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner