Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 11:22
Elvar Geir Magnússon
Jólin án Bruno - Hvernig verður Man Utd á öðrum degi jóla?
Bruno meiddist í tapinu gegn Villa.
Bruno meiddist í tapinu gegn Villa.
Mynd: EPA
Mason Mount.
Mason Mount.
Mynd: EPA
Bruno Fernandes meiddist í tapinu gegn Aston Villa. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá en búast má við því að hann verði allavega fjarverandi næstu leiki Manchester United.

Bruno er fyrirliði og hæfileikaríkasti leikmaður United. Hann er venjulega alltaf til taks og hægara sagt en gert að fylla hans skarð.

Bruno hefur spilað 308 leiki fyrir United, skorað 103 mörk og átt 93 stoðsendingar.

Ofan á meiðsli hans þá meiddist Kobbie Mainoo einnig, og það á versta tíma. Hann hefði getað fengið langþráð tækifæri í fjarveru Bruno. Casemiro var í banni gegn Villa en snýr aftur gegn Newcastle.

Manchester United mætir Newcastle á öðrum degi jóla. Bryan Mbeumo, Amad Diallo og Noussair Mazraoui eru í Afríkukeppninni og þeir Harry Maguire og Matthijs de Ligt á meiðslalistanum.

Mirror veltir því fyrir sér hvernig byrjunarlið United verður gegn Newcastle. Því er spáð að Mason Mount verði við hlið Casemiro á miðsvæðinu.

Mögulegt byrjunarlið Manchester United gegn Newcastle: Lammens; Yoro, Martinez, Shaw; Dalot, Casemiro, Mount, Dorgu; Zirkzee, Cunha; Sesko.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner