Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 17. október 2021 19:51
Victor Pálsson
Útskýrir af hverju hann grét eftir endurkomu Milan
Samu Castillejo, leikmaður AC Milan, hefur útskýrt af hverju hann grét í gær eftir 3-2 sigur liðsins á Verona í efstu deild Ítalíu.

Castillejo er 26 ára gamall vængmaður en hann hefur spilað með Milan undanfarin þrjú ár eftir að hafa komið frá Villarreal.

Hann hefur ekki alltaf verið sá vinsælasti hjá félaginu og hefur oft verið gagnrýndur fyrir sína frammistöðu síðustu ár.

Spánverjinn komst ekki á blað í gær en tókst að láta til sín taka í seinni hálfleik eftir að hafa komið inná sem varamaður í stöðunni 0-2.

Olivier Giroud og Franck Kessie skoruðu fyrstu tvö mörk Milan en það síðasta var sjálfsmark.

„Tárin tala fyrir erfiða tíma sem ég hef þurft að ganga í gegnum og er enn að gera,“ sagði Castillejo við TuttoMercato.

„Ég er einhver sem gefur allt á vellinum. Í gær þá leið mér eins og enginn vildi mig hér og í dag get ég fagnað með stuðningsmönnum heima á San Siro.“

Athugasemdir
banner
banner