fim 17. nóvember 2022 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvetur Man Utd til að kaupa Dest
Sergino Dest.
Sergino Dest.
Mynd: Getty
Fyrrum vonarstjarnan Freddy Adu hefur hvatt Manchester United til að ganga frá kaupum á hægri bakverðinum Sergino Dest.

Dest var orðaður við Man Utd síðastliðið sumar en endaði á því að fara á láni til AC Milan frá Barcelona.

Man Utd er sagt vera í leit að hægri bakverði til að veita Diogo Dalot samkeppni. Vill Adu, sem var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður í heimi, meina að Dest sé rétti maðurinn til þess að gera akkúrat það.

„Ef Man Utd myndi kaupa hann þá yrðu það frábær kaup fyrir þá," segir Adu.

„Ég held að hann myndi hjálpa þeirra liði mikið."

AC Milan á möguleikann á því að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra eftir tímabilið en það er óvíst hvort félagið nýti sér þann möguleika.

Dest, sem er 22 ára, er í bandaríska landsliðshópnum sem tekur þátt á HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner