Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. nóvember 2022 11:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með samning til 2025 en er við það að gera enn lengri samning
Curtis Jones.
Curtis Jones.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Curtis Jones, miðjumaður Liverpool, er við það að skrifa undir nýjan langtímasamning við Liverpool.

Það hafa ekki allir stuðningsmenn Liverpool trú á honum en Jurgen Klopp, stjóri liðsins, gerir það. Núgildandi samningur hans gildir til ársins 2025 en félagið ætlar að semja lengur við hann á betri kjörum.

Jones hefur verið að glíma við meiðsli mikið á tímabilinu en það er litið á hann sem framtíðarmann hjá félaginu.

Jones, sem er 21 árs gamall, er uppalinn hjá félaginu og hefur spilað allan sinn feril með Liverpool hingað til.

Það er búist við því að James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita muni yfirgefa Liverpool næsta sumar þegar samningur þeirra rennur út.

Liverpool er einnig í viðræðum við Roberto Firmino um nýjan samning en núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. Firmino er sagður opinn fyrir því að framlengja veru sína hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner