Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. nóvember 2022 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo hafnaði ofurtilboði í sumar: Ég var ánægður hjá United
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo segist hafa hafnað ofurtilboði frá Sádí-Arabíu í sumar til að vera áfram hjá Manchester United. Tilboðið hefði gert Ronaldo að launahæsta fótboltamanni heims en samningurinn var 350 milljón evru virði.


Ronaldo kaus að vera áfram hjá Man Utd þrátt fyrir áhuga frá öðrum félögum, en fjölmiðlar höfðu aðra sögu að segja í sumar. Þeir sögðu að öll áhugasöm félög sem vildu fá Ronaldo í sínar raðir gætu ekki leyft sér að borga launapakkann hans.

„Það er satt, ég hafnaði þessu tilboði í sumar. Fjölmiðlar segja mikið af kjaftæði en þetta var rétt. Fjölmiðlar bulla út í eitt, segja að umboðsmaðurinn minn hafi verið að bjóða mig hingað og þangað. Jorge Mendes er með 100 leikmenn á sínum snærum sem fara til Chelsea og Arsenal en samt töluðu fjölmiðlar alltaf um Cristiano Ronaldo," sagði Ronaldo.

„Fjölmiðlar buðu mér að fara hingað og þangað. Þeir buðu mér meira að segja að snúa aftur til Sporting eða að fara til Napoli. Ég ætla að vera heiðarlegur við ykkur, það voru mörg tilboð á borðinu hjá mér. Fjölmiðlar héldu áfram að bulla um að ekkert félag vildi fá mig til sín en það er algjörlega rangt. Það er ástæða fyrir því að ég er launahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir að vera 37 ára gamall.

„Ég var ánægður hérna hjá United í sumar og var tilbúinn til að eiga frábært tímabil með félaginu, en fjölmiðlar héldu áfram að segja að enginn vill fá Cristiano. Hvernig vill enginn fá leikmann sem skoraði 32 mörk á síðustu leiktíð?"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner