fim 17. nóvember 2022 13:36
Elvar Geir Magnússon
Wales færir æfingu vegna hitans
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Landslið Wales ákvað að færa æfingu sína í dag vegna hitans í Katar. Liðið er að búa sig undir að mæta Bandaríkjunum í fyrsta leik sínum á mótinu á mánudaginn.

Wales ætlaði að æfa 13:30 að staðartíma í dag en fæði æfinguna til 16:00. Hitinn hefur farið yfir 30 gráðurnar.

„Vonandi verður orðið aðeins svalara seinna í dag. Við fórum í göngutúr í morgun um klukkan 11 og það var svakalega heitt. Við svitnum bara við það að ganga um hótelið. Við erum ekki vanir svona hita," segir Mark Harris, framherji Wales.

Tveir af þremur leikjum Wales í riðlakeppninni (gegn Bandaríkjunum og Englandi) verða spilaðir 22:00 að staðartíma en leikurinn gegn Íran hefst 13:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner