Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   lau 18. janúar 2025 20:52
Elvar Geir Magnússon
Toppaði pabba sinn
Milos Kerkez og Justin Kluivert voru kampakátir eftir leikinn. Kluivert fékk að eiga boltann.
Milos Kerkez og Justin Kluivert voru kampakátir eftir leikinn. Kluivert fékk að eiga boltann.
Mynd: Getty Images
Newcastle brotlenti gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag og tapaði 1-4 gegn Bournemouth.

Maður leiksins var Hollendingurinn Justin Kluivert sem skoraði þrennu gegn félagi sem pabbi hans, Patrick Kluivert, spilaði fyrir á sínum tíma. Pabbinn skoraði 13 mörk í 37 leikjum fyrir Newcastle 2004-05 tímabilið en bara eitt á St James' Park.

„Ég heyrði að ég væri kominn með fleiri mörk en hann hérna núna! Það er einn sigur á honum. Ég fylgdist með Newcastle þegar ég var yngri en því miður fyrir þá spilar Kluivert núna fyrir annað lið," sagði Kokhraustur Justin Kluivert við BBC eftir leik.

Bournemouth er komið upp í sjötta sæti, aðeins stigi á eftir Newcastle sem er í fjórða sæti.

„Við getum leyft okkur að dreyma stórt. Við getum náð mjög langt. Tilfinningin er mögnuð. Þetta er besta tilfinning í heimi og andinn í liðinu er frábær. Við höfum svo mikla trú á hvor öðru," segir hinn 25 ára Kluivert.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Chelsea 24 12 7 5 47 31 +16 43
5 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
6 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 West Ham 24 7 6 11 29 46 -17 27
16 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner
banner