Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 18. ágúst 2019 21:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halldór Páll ætlar að hjálpa ÍBV að komast aftur upp
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, ætlar að taka slaginn með Vestmannaeyingum í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Þetta sagði hann í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn KA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Allt bendir til þess að ÍBV leiki í Inkasso næsta sumar. Liðið er á botni Pepsi Max-deildarinnar með sex stig, 13 stigum frá öruggu sæti. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær fallið verður staðfest.

„Ég ætla fara aftur upp með ÍBV á næsta ári," sagði Halldór Páll, sem hefur leikið í Vestmannaeyjum allan sinn feril, með ÍBV og KFS.

Hann sagði einnig í viðtalinu: „Það hefur verið erfitt og við erum raunsæir með það að við erum í rauninni fallnir. Við ætlum að reyna enda þetta á góðum nótum og hafa þetta svolítið skemmtilegt. Ég held að það sé ekki einu sinni 200 áhorfendur sem mæta á leiki hjá okkur og við erum að spila leiðinlegan fótbolta og það gengur illa. Við ætlum að reyna enda þetta aðeins skemmtilegra."

Það stefnir í það að ÍBV verði með gott lið í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn Gary Martin er einnig búinn að segja að hann ætli að leika með liðinu á næsta tímabili.
Hreinskilinn Halldór Páll: Hef verið virkilega lélegur í sumar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner