Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   þri 19. janúar 2016 15:42
Magnús Már Einarsson
Leik Breiðabliks og Stjörnunnar flýtt - Verður á morgun
Breiðablik og Stjarnan mætast annað kvöld.
Breiðablik og Stjarnan mætast annað kvöld.
Mynd: Fótbolti.net
Búið er að flýta leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Fótbolta.net mótinu en þessi lið áttu að mætast í næstu viku.

Leikurinn fer þess í stað fram í Fífunni klukkan 19:00 annað kvöld, miðvikudag.

Bæði lið eiga möguleika á að komast í úrslitaleikinn sem og lið ÍBV sem mætir Víkingi Ólafsvík á laugardag.

Í kvöld mætast Þróttur og FH í lokaleik sínum í riðli eitt en þessi lið eru ekki í baráttu um sæti í úrslitaleiknum. KR eða ÍA fer áfram í úrslit úr riðli eitt en þau eigast við á Akranesi á laugardag.

Hér að neðan má sjá lokaumferð riðlanna í Fótbolta.net mótinu en í kjölfarið verður leikið um sæti í næstu viku.

Í kvöld
19:45 Þróttur R.-FH (Egilshöll) - Riðill 1

Á morgun
19:00 Breiðablik - Stjarnan (Fífan) - Riðill 2 - Beint á Sporttv

Laugardagur
11:00 ÍA-KR (Akraneshöllin) - Riðill 1
17:00 Víkingur Ó.-ÍBV (Akraneshöllin) - Riðill 2
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner