Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. júní 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti: Þurfum að eiga fullkominn leik gegn Liverpool
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að það minnki sigurlíkur síns liðs í grannaslagnum gegn Liverpool á sunnudaginn að spilað sé án áhorfenda.

„Allir í fótboltanum tala um stuðningsmenn sem tólfta mann og við þekkjum vel hvernig okkar aðdáendur styðja okkur á heimavelli. En við verðum að virða reglurnar," segir Ancelotti.

„Við þurfum að spila fullkominn leik, sýna karakter og fórnir. Til að vinna Liverpool verðum við að vera meira en 100%"

Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn hjá Everton en ekki er hægt að segja það sama um Fabian Delph, Yerry Mina, Theo Walcott og Jean-Philippe Gbamin sem eru á meiðslalista Everton.

Gbamin, sem er varnartengiliður frá Fílabeinsströndinni, verður frá næstu fimm mánuði. Hann gekk í raðir Everton síðasta sumar en meiðsli hafa gert það að verkum að hann hefur aðeins spilað einn byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni.

Everton er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Ancelotti segir að enn sé möguleiki á að ná Evrópudeildarsæti. Liverpool trónir á toppnum og er hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn.
Athugasemdir
banner
banner