Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. nóvember 2022 08:00
Elvar Geir Magnússon
1 dagur í HM - HM í Rússlandi 2018
Víkingaklappið á stærsta sviðinu
Hannes varði vítaspyrnu Messi.
Hannes varði vítaspyrnu Messi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð skoraði fyrsta HM mark Íslands.
Alfreð skoraði fyrsta HM mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason og Lionel Messi.
Birkir Bjarnason og Lionel Messi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Modric var maður mótsins.
Luka Modric var maður mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimsmeistarar Frakklands.
Heimsmeistarar Frakklands.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í tilefni þess að HM í Katar hefst 20. nóvember, 21. Heimsmeistaramótið í fótbolta, rifjar Fótbolti.net upp liðin mót. Leikmennirnir, sigurvegararnir, heimalandið, eftirminnilegir atburðir og fleira í brennidepli.

Fótbolti.net mun að sjálfsögðu fjalla ítarlega um HM í Katar en opnunarleikurinn verður á sunnudag milli Katar og Ekvador.



HM í Rússlandi 2018
Í fyrsta sinn var HM haldið í austurhluta Evrópu og yfir 3 milljarðar fótboltaáhugamanna mættu á leikina. Staðarvalið var gríðarlega umdeilt vegna mannréttindarbota og kynþáttafordóma í landinu. Þá var talað um mútur og spillingu í tengslum við það þegar Rússum var úthlutað mótið. Mótið sjálft þótti þó takast afskaplega vel, Rússar spöruðu ekkert og sýndu 'sykurhúðaða' útgáfu af landinu. VAR myndbandsdómgæsla var notuð í fyrsta sinn á HM og voru sögulega margar vítaspyrnur dæmdar.

Ísland með á HM
Ísland komst í fyrsta sinn á HM og varð fámennasta þjóð sögunnar til að afreka það. Ísland varð efst í sterkum I-riðli í forkeppni HM og fylgdi þar með eftir góðum árangri sínum á EM. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska liðinu sem var í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Fyrsti leikurinn var gegn Argentínu í Moskvu:

Hannes varði vítaspyrnu Lionel Messi

Argentína 1 - 1 Ísland
Sergio Aguero kom Argentínu yfir gegn Íslandi en Alfreð Finnbogason jafnaði með sögulegu marki fyrir íslenskan fótbolta. Maður leiksins var hinsvegar Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands sem tryggði stig með því að verja vítaspyrnu frá sjálfum Lionel Messi - Sjáðu svipmyndir úr leiknum.

Nígería 2 - 0 Ísland
Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríumanna en úrslitin voru mikil vonbrigði eftir flotta frammistöðu Íslands í fyrsta leik. Heimir fékk gagnrýni fyrir liðsval en hann ákvað að setja Emil Hallfreðsson á bekkinn og breytti um taktík. Ísland fékk vítaspyrnu seint í leiknum gegn Gylfi Þór Sigurðsson brást á punktinum.

Ísland 1 - 2 Króatía
Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu en Ivan Perisic skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Króatía vann HM riðil í fyrsta sinn, Argentína fylgdi í útsláttarkeppnina en Ísland hafnaði í neðsta sæti riðilsins. - Sjáðu svipmyndir úr leiknum.

Þrenna Ronaldo gegn Spáni
Grannaslagur Portúgals og Spánar í riðlakeppninni var einn skemmtilegasti leikur keppninnar. Cristiano Ronaldo fór á kostum og skoraði þrennu, hann jafnaði í 3-3 á 88. mínútu sem urðu lokatölur. David de Gea markvörður Spánar gerði skelfileg mistök í einu af mörkunum.

Þrotið hjá Þýskalandi
Ríkjandi meistarar Þýskalands voru niðurlægðir og enduðu í neðsta sæti síns riðils. Liðið féll út í riðlakeppni HM í fyrsta sinn síðan 1938. Þýskaland mætti Suður-Kóreu í lokaleiknum og þurfti sigur. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og Þjóðverjar að leggja allt kapp á sóknarleikinn. Markvörðurinn Manuel Neuer var kominn í sóknina en Suður-Kóreumenn skoruðu tvisvar í uppbótartímanum og unnu 2-0. Niðurlæginin fullkomnuð.

Messi og Ronaldo féllu út á sama degi
Tvær skærustu fótboltastjörnur heims, Ronaldo og Messi, féllu báðir úr leik í 16-liða úrslitum, á sama deginum (30. júní). Argentína tapaði 4-3 fyrir Frakklandi en í þeim leik skoraði Benjamin Pavard mark sem valið var mark mótsins. Portúgal tapaði 2-1 gegn Úrúgvæ þar sem Edinson Cavani skoraði bæði mörkin.

England vann loks vítakeppni
England vann Kólumbíu í 16-liða úrslitum eftir vítaspyrrnukeppni. Þetta var í fyrsta sinn sem England vann í vítakeppni á HM. England sigraði Svíþjóð í 8-liða úrslitum en tapaði svo í undanúrslitum í framlengdum leik gegn Króatíu. Mario Mandzukic skoraði sigurmark Króata. Fótboltinn var ekki á leið heim.

Úrslitaleikurinn: Frakkland 4 - 2 Króatía
1-0 Mario Mandzukic (sjálfsmark '18)
1-1 Ivan Perisic ('28)
2-1 Antoine Griezmann (víti '38)
3-1 Paul Pogba ('59)
4-1 Kylian Mbappe ('65)
4-2 Mario Mandzukic ('69)

Frakkland var besta lið mótsins og lagði Argentínu, Úrúgvæ og Belgíu (Belgar unnu Englendinga í bronsleiknum) í útsláttarkeppninni áður en kom að úrslitaleiknum. Frakkar voru mun sigurstranglegri fyrir úrslitaleikinn og stóðu undir nafni. Leikurinn var skemmtilegur áhorfs og VAR var áberandi. Frakkar urðu heimsmeistarar í annað sinn.

Leikmaðurinn: Luka Modric
Þessi hágæða miðjumaður leiddi Króatíu alla leið í úrslitaleikinn. Þar tapaði liðið en Modric fékk gullboltann sem besti maður mótsins í sárabót. Hann var hjarta og sál liðsins og skoraði frábært mark með langskoti gegn Argentínu

Markahrókurinn: Harry Kane
Enski sóknarmaðurinn Harry Kane varð markakóngur mótsins með sex mörk, tveimur mörkum meira en næstu menn. Fimm af mörkum Kane komu í riðlakeppninni, þrjú gegn Panama og tvö gegn Túnis.

Úrvalslið mótsins: Thibaut Courtois (m) (Belgía); Andreas Granqvist (Svíþjóð), Thiago Silva (Brasilía), Raphael Varane (Frakkland), Yerri Mina (Kólumbía); Kevin De Bruyne (Belgía), Philippe Coutinho (Brasilía), Luka Modric (Króatía); Cristiano Ronaldo (Portúgal), Kylian Mbappe (Frakkland), Harry Kane (England).

Leikvangurinn: Luzhniki
Þjóðarleikvangur Rússa í Moskvu tekur 81 þúsund manns í sæti. Hann var fyrst opnaður 1955 og var aðalleikvangur Ólympíuleikanna 1980. Þar fór fram úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2008 þegar John Terry rann á vítapunktinum og Manchester United stóð uppi sem sigurvegari. Sjö leikir á HM 2018 fóru fram á HM, þar á meðal opnunarleikurinn og úrslitaleikurinn.

Sjá einnig:
HM í Úrúgvæ 1930
HM á Ítalíu 1934
HM í Frakklandi 1938
HM í Brasilíu 1950
HM í Sviss 1954
HM í Svíþjóð 1958
HM í Síle 1962
HM á Englandi 1966
HM í Mexíkó 1970
HM í Vestur-Þýskalandi 1974
HM í Argentínu 1978
HM á Spáni 1982
HM í Mexíkó 1986
HM á Ítalíu 1990
HM í Bandaríkjunum 1994
HM í Frakklandi 1998
HM í Suður-Kóreu og Japan 2002
HM í Þýskalandi 2006
HM í Suður-Afríku 2010
HM í Brasilíu 2014

Markaregn frá HM í Rússlandi:

Athugasemdir
banner
banner
banner