Þýska fótboltasambandið hefur ekki náð samkomulagi við Julian Nagelsmann um að hann taki við karlalandsliðinu, en þetta segir Hans-Joachim Watzke, varaforseti þýska sambandsins.
Hansi Flick var á dögunum rekinn úr starfi eftir að liðið hans tapaði 4-1 fyrir Japan í æfingaleik.
Rudi Völler tók tímabundið við stjórn liðsins og tókst því að vinna Frakka, 2-1.
Erlendir miðlar greindu frá því á dögunum að Julian Nagelsmann, fyrrum þjálfari Bayern München, yrði næsti þjálfari landsliðsins og að samkomulagi væri í höfn, en það er ekki rétt.
„Landsliðsnefndin hefur ekki hisst, þannig það er ekkert samkomulag,“ sagði Watzke við Sky í Þýskalandi.
Athugasemdir