Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. nóvember 2020 11:02
Magnús Már Einarsson
Klopp: Gæti ekki verið meira sama um titilinn
Ekki sáttur.
Ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist lítið hugsa um enska meistaratitilinn í augnablikinu heldur eigi mikil meiðsli hjá liðinu hug hans.

Joe Gomez meiddist í síðustu viku á æfingu með enska landsliðinu og verður líklega frá út tímabilið. Áður hafði Liverpool misst Virgil van Dijk í alvarleg meiðsli.

Jordan Henderson meiddist líka í landsleik með Englendingum um síðustu helgi og Klopp er ekki skemmt eftir landsleikjahléið.

Jamie Redknapp, fyrrum miðjumaður Liverpool, tók viðtal við Klopp í vikunni og spurði hvað hann telur að þurfi mörg stig til að vinna deildina í ár.

„Afsakið að ég segi þetta en mér gæti ekki verið meira sama í augnablikinu, Jamie," sagði Klopp.

„Það lítur ekki út fyrir að einhver fái 100 stig eða eitthvað svoleiðis. Þetta tímabil? Fjórum vikum styttra? Jafn margir leikir? Ég held að það sé ekki mögulegt. Jafnvel 87 stig virka fjarlæg," sagði Klopp en hann tjáði sig einnig um meiðsli Joe Gomez.

„Enskan mín er ekki nægilega góð til að útskýra nákvæmlega hvað fór í gegnum huga minn (með meiðsli Gomez). Yfirsjúkraþjálfarinn minn sagði mér frá þessu og allir vissu strax að þetta var alvarlegt. Enginn vafi. Það var engin von um að þetta væru smávægileg meiðsli. Meiðsli eru hluti af þessu fyrir leikmenn og stjóra. Hvernig þau eiga sér stað er eitthvað sem við höfum stanslaust áhyggjur af."

„Varðandi Van Dijk þá var það ekki út af álaginu og hraðanum í leiknum. Það var út af því að einn einstaklingur (Jordan Pickford) tók skrýtna ákvörðun sem gerði okkur erfitt fyrir."

Athugasemdir
banner
banner