Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. janúar 2020 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti: Við spiluðum frábærlega en vorum óheppnir
Mynd: Getty Images
„Það eru hlutir í fótbolta sem þú getur ekki stjórnað," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton, eftir 2-2 jafntefli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Everton var 2-0 yfir þegar uppbótartíminn hófst, en í uppbóartímanum skoraði Newcastle tvisvar og jafnaði. Hreint út sagt ótrúlegt.

„Frammistaðan var góð, en við fengum á okkur mörk án nokkurar ástæðu. Við spiluðum frábærlega og við vorum óheppnir."

„Ekkert breytist. Enska úrvalsdeildin heldur áfram, við verðum að halda einbeitingu. Svona úrslit eru ekki algeng, en þau gerast stundum."

Hinn 19 ára gamli Moise Kean, opnaði marakreikning sinn fyrir Everton í kvöld. „Ég er ánægður fyrir hans hönd og þetta er gott upp á sjálfstraust hans að gera."

Everton er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner