Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2019 13:45
Arnar Daði Arnarsson
Bjarki Már ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar (Staðfest)
Bjarki Már hefur tekið við Kormáki/Hvöt.
Bjarki Már hefur tekið við Kormáki/Hvöt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Kormáks/Hvatar sem leikur í 4. deild. Bjarki Már mun einnig spila með liðinu. Þetta kemur í tilkynningu frá félaginu.

Kormákur og Hvöt hafa teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla síðustu ár. Hámundur Örn og Hörður Gylfason sem hafa stjórnað liðinu síðustu ár munu vera Bjarka innan handar.

„Ég er virkilega stoltur og ánægður með að fá þetta tækifæri á að þjálfa Kormák/Hvöt. Ég er sannfærður um það að ef allir í klúbbnum leggjast á eitt þá getur sumarið orðið mjög flott í alla staði," sagði Bjarki Már eftir að hafa skrifað undir samning við félagið.

Kormákur/Hvöt leikur í B-riðli 4. deildar ásamt KB, Afríku, Hvíta Riddaranum, KM, Úlfunum, Snæfell og ÍH.
Athugasemdir
banner
banner