Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 21. júní 2020 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti: Frammistaðan góð gegn sterku liði
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
„Við vorum nálægt því að vinna, en þetta var erfiður leikur," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton, eftir markalaust jafntefli í nágrannaslag gegn Liverpool á Goodison Park.

Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti. Liverpool var miklu meira með boltann, en það var Everton sem fékk hættulegasta færið þegar Tom Davies átti skot í stöngina undir lok leiksins.

„Við stóðum okkur mjög vel. Við vorum einbeittir og fengum færi til að skora undir lokin."

„Liverpool spilaði líka vel, þeir voru meira með boltann en varnarlega vorum við mjög góðir. Við reyndum að spila frá aftasta manni, en þeir pressa svo hátt og það var erfitt að finna lausnir."

„Þetta var ekki opinn leikur því við vildum ekki hafa leikinn opinn. Frammistaðan var góð gegn sterku liði."
Athugasemdir
banner
banner
banner