Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 22. mars 2023 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Vængir Júpíters í umspil eftir stórsigur
Úr leik Vængja Júpíters árið 2020
Úr leik Vængja Júpíters árið 2020
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Álftanes 2 - 6 Vængir Júpiters
1-0 Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson ('18 )
2-0 Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson ('21 , Mark úr víti)
2-1 Aron Páll Símonarson ('25 )
2-2 Bjarki Fannar Arnþórsson ('30 )
2-3 Patrekur Viktor Jónsson ('45 )
2-4 Patrekur Viktor Jónsson ('75 )
2-5 Brynjar Lár Bjarnason ('81 )
2-6 Andri Freyr Björnsson ('87 , Mark úr víti)


Álftanes og Vængir Júpíters mættust í úrslitaleik í riðli 6 í C deild Lengjubikarsins í kvöld. Sigurvegarinn myndi tryggja sér sæti í umspili.

Álftanes náði 2-0 forystu en Vængir Júpíters náði 3-2 forystu fyrir lok fyrri hálfleiks. Vængirnir gerðu út um leikinn með þremur mörkum á síðasta korterinu og fóru því með 6-2 sigur af hólmi.

Vængir Júpíters fara þá í umspil um sæti í undanúrslitum en sigurvegarar úr riðli 1 og 2 fara beint í undanúrslitin en sigurvegarar í riðlum 4-6 fara í umspil.

Liðið mætir annað hvort Samherjum eða Tindastól.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner