fös 22. maí 2020 12:35
Magnús Már Einarsson
Heimild: Dr. Football 
Mikki Nikk: Helgi Seljan getur hringt og beðist afsökunar
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sérfræðingur í Dr. Football, í dag.

Landsliðskonur gagnrýndu Mikael í vikunni fyrir ummæli sem hann lét falla í Dr. Football í vikunni. Þar talaði Mikael um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku.

„Ég er búinn að segja hundrað sinnum í þessum þætti að leikmenn í Pepsi-deild karla, 1. deild karla og 2. deild karla vera of hátt launaðir. Ég er búinn að halda því fram hérna að leikmenn í neðri deildunum á Íslandi eigi ekki að fá borgað því þetta er áhugamennska. Að mínu mati eiga þeir bara að vera á bónusum og það er allt í lagi að bestu leikmennirnir fái bíl eða eitthvað. Svolítið eins og Grótta er að gera þetta, þar sem menn eru bara á bónusum. Ég hef ekki heyrt múkk frá neinum eftir alla þessa þætti sem ég hef talað um þetta," sagði Mikael í Dr. football í dag.

„Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum."

„Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun."

„Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun allsstaðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig,"
sagði Mikael í Dr. Football í dag.

Mikael óskaði einnig eftir að fá afsökunarbeiðni frá sjónvarpsmanninum Helga Seljan eftir ummæli hans á Twitter. Þar gagnrýndi Helgi ummælin hjá Mikael í Dr. Football.

„Hann elskar mig í þessum þætti en núna vantaði honum allt í einu like. Þá býr hann til svakaklega umræðu sem verður að einhverri blaðagrein til að hrauna yfir mig. Ég sendi Helga númerið mitt á eftir og hann getur hringt og beðist afsökunar," sagði Mikael.

Mikael segir einnig að Twitter færsla hjá Eiði Smára Guðjohnsen í gærkvöldi hafi verið grín. Eiður birti færslu um Mikael en eyddi henni skömmu síðar.

Sjá einnig:
Helgi Seljan um Mækarann: Telur sig Mourinho en er í besta falli skeiðklukkueigandi
Twitter - Reiðar íslenskar landsliðskonur
Eiður Smári um Mækarann: Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner