Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. júní 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jason Daði Svanþórsson (Afturelding)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron Davorsson.
Alexander Aron Davorsson.
Mynd: Raggi Óla
Andri Freyr Jónasson.
Andri Freyr Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Jónsson í leik með Aftureldingu á síðustu leiktíð (nú leikmaður Fylkis)
Arnór Gauti Jónsson í leik með Aftureldingu á síðustu leiktíð (nú leikmaður Fylkis)
Mynd: Raggi Óla
Hafliði Sigurðsson.
Hafliði Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði Svanþórsson er einn af lykilmönnum Aftureldingar. Hann lék sína fyrstu leiki sumarið 2017 og skoraði þá tvö mörk í fjórum leikjum. Hann skoraði svo þrjú mörk ári seinna þegar Afturelding tryggði sér sæti í næstefstu deild.

Á síðustu leiktíð lék hann svo alla leikina og skoraði fimm mörk þegar Afturelding endaði í 8. sæti 1. deildar. Jason hefur þegar skorað fimm mörk í tveimur Mjólkurbikars leikjum til þessa og getur bætt við fleirum á morgun gegn Árborg. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Jason Daði Svanþórsson

Gælunafn: Jassi

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti mótsleikur var í ágúst 2017

Uppáhalds drykkur: Grænn kristall í dós

Uppáhalds matsölustaður: Ísey skyrbar og Serrano alltaf gott

Hvernig bíl áttu: Renault Megane

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Last dance eru rosalegir en Friends alltaf classic

Uppáhalds tónlistarmaður: Post Malone

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr og Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, bláber og daim er góð blanda

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Ætla að kaupa mér einn Miami Nocco og svo kem ég” – Andri Freyr

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert sem kemur upp í hugann

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Birkir Már Sævarsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Bjarki Már Sverrisson og Arnar Hallsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Bjarki Steinn Bjarkason

Sætasti sigurinn: Á móti Hetti þegar við unnum 2. deildina árið 2018

Mestu vonbrigðin:

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Björgvin Heiðar Stefánsson úr Hvíta Riddaranum, alvöru senter

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Róbert Orri

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Logi Már úr eldingunni

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Hafrún Rakel

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ragnar Már og Gísli Martin eru rosalegir

Uppáhalds staður á Íslandi: Hvalseyjar

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrsta sem mér dettur í hug er þegar Alexander Aron og Hrvoje Tokic rifust heiftarlega í bikarleik 2019 sem endaði með því að Alexander sýndi Tokic bicepinn á sér og lokaði þar með því rifrildi

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Líklega bara stilla vekjaraklukku

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef gaman að úrslitakeppninni í handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég er agalegur í ensku

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var nýbyrjaður að vinna í Lágafellsskóla árið 2019 sem stuðningsfulltrúi og var inni í tíma hjá 10 bekk. Kennarinn spurði mig svo hvort ég vildi ekki fara taka upp bækurnar og byrja að læra

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Andra Frey, Hafliða Sigurðarson og Arnór Gauta. Andri og Halli myndu sjá um að æsa Gauta vel upp, sem æsir sig yfir flestu. Ég myndi svo bara skellihlæja að þessu

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Jökull Jörvar einfaldlega bara frábær

Hverju laugstu síðast: Er ekkert mikið í því að ljúga

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Væri alveg til í að spjalla aðeins við Michael Jordan
Athugasemdir
banner
banner
banner