Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. september 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pirlo á meðal þeirra sem koma til greina ef Koeman fær sparkið
Ronald Koeman.
Ronald Koeman.
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo er frekar óvænt á lista.
Andrea Pirlo er frekar óvænt á lista.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Ronald Koeman er orðinn valtur í sessi hjá Barcelona eftir ansi dapra byrjun á tímabilinu.

Koeman, sem er fyrrum leikmaður Barcelona, tók við sem stjóri félagsins fyrir síðasta tímabil. Síðan þá hefur mikið gengið á; fjárhagsvandræði og fleira. Það er kannski stærst að Lionel Messi er ekki lengur hjá félaginu.

Eftir tapleik gegn Bayern Munchen í síðustu viku var haldinn krísufundur hjá Barcelona og farið yfir málin. Barcelona gerði svo dramatískt jafntefli við Granada á mánudagskvöld þar sem varnarmaðurinn Ronald Araujo skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma.

Fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero segir að stjórn Barcelona sé með fimm nöfn á borði hjá sér ef tekin verður lokaákvörðun um að láta Koeman fara.

Xavi, fyrrum miðjumaður Barcelona, er á listanum. Hann þjálfar núna Al Sadd í Katar.

Annar fyrrum miðjumaður Barcelona, Phillip Cocu, er einnig sagður koma til greina. Hann þjálfaði síðast Derby County á Englandi en var rekinn þaðan.

Hinir þrír eru svo Andrea Pirlo, Antonio Conte og Joachim Löw.

Pirlo er fyrrum miðjumaður ítalska landsliðsins. Hann er bara með eitt þjálfarastarf á ferilskránni. Hann þjálfaði Juventus á síðustu leiktíð með frekar döprum árangri; liðið rétt skreið inn í Meistaradeildina.

Conte er reynslumikill og hefur gert á flestum þeim stöðum þar sem hann hefur þjálfað. Hann var síðast stjóri Inter og gerði þá að Ítalíumeisturum fyrr á árinu. Hann hætti með Inter í sumar. Þar áður þjálfaði hann Juventus, Chelsea og ítalska landsliðið.

Löw, sem er 61 árs gamall, þjálfaði þýska landsliðið í 15 ár - frá 2006 til 2021. Hann gerði liðið að heimsmeisturum 2014. Síðasta félagslið sem hann þjálfaði var Austria Vín 2003-04.

Stjórstóll Barcelona losnar mögulega á næstu dögum og einn af þessum fimm gæti verið arftakinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner