Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. nóvember 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að Ágúst sé að skoða sín mál
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fram kom hér á Fótbolti.net fyrir þremur vikum síðan þá hafa Valur og Horsens náð samkomulagi um kaupverð á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni. Ágúst lék á láni hjá Val á liðinni leiktíð en hann er samningsbundinn danska félaginu.

Niels Erik Söndergård, yfirmaður íþróttamála hjá Horsens, ræddi við Horsens Folkeblad og segir að Ágúst sé að velta fyrir sér sinni framtíð.

Á hann að skipta alfarið yfir í Val eða á hann að snúa aftur til Danmerkur og Horsens og annað hvort berjast um pláss í liðinu eða leita að nýju félagi?

„Við náðum samkomulagi við Val, en Ágúst Hlynsson þarf að finna hvað er best fyrir hann sjálfan, og hann er að gera það núna með umboðsmönnum sínum," segir Niels.

Ágúst er 22 ára miðjumaður sem á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Horsens.
Athugasemdir
banner