Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. nóvember 2022 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur nær samkomulagi við Horsens
Ágúst á U21 landsliðsæfingu í sumar.
Ágúst á U21 landsliðsæfingu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson lék á nýliðnu tímabili með Val á láni frá danska félaginu Horsens. Ágúst er 22 ára miðjumaður sem er samningsbundinn danska félaginu fram á sumarið 2024.

Ágúst er þó líklega á förum frá danska félaginu, Valur hefur allavega náð samkomulagi við Horsens um kaupverð á Ágústi.

„Ágúst er með tilboð frá okkur, við erum búnir að ná samkomulagi við Horsens. Hann er bara að skoða sín mál með sínum umboðsmanni," sagði framkvæmdastjóri Vals, Sigurður Kristinn Pálsson. Ágúst kom við sögu í 26 af 27 leikjum Vals á tímabilinu.

Ágúst hefur á sínum ferli leikið með Breiðabliki, Víkingi, Horsens, FH og Val. Hann var þá á mála hjá unglingaliði Norwich og Bröndby. Hann á að baki 35 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fimm mörk.
Athugasemdir
banner