Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 23. maí 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bijlow á lista hjá Arsenal ef Ramsdale fer frá félaginu
Justin Bijlow.
Justin Bijlow.
Mynd: EPA
Arsenal er að horfa til Justin Bijlow, markvarðar Feyenoord í Hollandi, þar sem líklegt er að Aaron Ramsdale yfirgefi félagið í sumar.

Arsenal er að skoði kosti á markvarðarmarkaðnum og þar er Bijlow ofarlega á lista.

Ramsdale var varamarkvörður Arsenal á nýafstöðnu tímabili en hann hefur til að mynda verið orðaður við Newcastle að undanförnu.

David Raya er aðalmarkvörður Arsenal en félagið vill fá inn markvörður sem getur veitt honum harða samkeppni.

Bijlow, sem er 26 ára gamall, hefur spilað átta landsleiki fyrir Holland en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Feyenoord þar sem hann er yfirleitt aðalmarkvörður. Það er talið að hann sé fáanlegur á fínu verði í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner