Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. júní 2020 15:35
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Derhúfur Þórsara komnar á borð aganefndar KSÍ
Jónas, Alvaro og Páll Viðar í viðtölum eftir leikinn. Þeir mættu allir með derhúfu með merki Coolbet en veðmálaauglýsingar eru bannaðar með lögum á Íslandi.
Jónas, Alvaro og Páll Viðar í viðtölum eftir leikinn. Þeir mættu allir með derhúfu með merki Coolbet en veðmálaauglýsingar eru bannaðar með lögum á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri. Þetta kemur fram á Vísi.

Leikmenn og þjálfari Þórs brutu lög gegn veðmálaauglýsingum þegar þeir komu fram í viðtölum eftir sigur liðsins á Grindavík í Lengjudeildinni á föstudag en þeir voru allir með derhúfu merkta veðmálafyrirtækinu Coolbet.

Aganefnd getur sektað Þór um 50-100 þúsund krónur en einnig er heimild til refsingar með leikbanni.

Vísir segir að samkvæmt íslenskum lögum varðar það sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef maður „af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögum þessum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis.“

ÍTF fordæmdi hegðun Þórsara í gær.


Athugasemdir
banner
banner