Fimmtándu umferð Bestu deildarinnar lauk í gær þegar Valur komst á toppinn með því að vinna dramatískan sigur á Víkingi. Þessi tvö lið, ásamt Breiðabliki, eru jöfn að stigum á toppnum og útlit fyrir æsispennandi titilbaráttu allt til loka.
Kristinn Freyr Sigurðsson var valinn maður leiksins og Túfa, Srdjan Tufegdzic, er þjálfari umferðarinnar enda búinn að koma Val í efsta sætið.
Kristinn Freyr Sigurðsson var valinn maður leiksins og Túfa, Srdjan Tufegdzic, er þjálfari umferðarinnar enda búinn að koma Val í efsta sætið.

Umferðin hófst þann 13. júlí á því að FH slátraði KA 5-0 á Kaplakrikavelli. Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk og var valinn maður leiksins. Úlfur Ágúst Björnsson lagði upp tvö mörk og þá er Böðvar Böðvarsson einnig í Sterkasta liði umferðarinnar.
Alex Freyr Hilmarsson skoraði eina mark leiksins þegar ÍBV vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Stjörnunni í Eyjum og Aron Jóhannsson var með mark Aftureldingar í 1-1 jafntefli gegn Fram.
ÍA vann KR 1-0 á Akranesvelli í fallbaráttuslag. Árni Marinó Einarsson var virkilega flottur í marki Skagamanna en auk hans fá Oliver Stefánsson og Rúnar Már Sigurjónsson pláss í úrvalsliðinu.
Þá vann Breiðablik 1-0 sigur gegn Vestra á laugardag. Anton Logi Lúðvíksson var valinn maður leiksins en Viktor Karl Einarsson skoraði sigurmarkið.
Fyrri lið umferðarinnar:
08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn
Athugasemdir