Framtíð Alexander Isak, framherja Newcastle, ræðst á næstunni. Newcastle vill framlengja samning hans við félagið en Liverpool hefur einnig mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá hefur líka verið orðrómur um áhuga frá Sádi-Arabíu.
Þessi 25 ára sænski landsliðsmaður hefur spilað virkilega vel fyrir Newcastle frá komunni frá Real Sociead sumarið 2023.
Liverpool er sagt hafa verið tilbúið að safna saman 120 mlljónum punda og bjóða þær í Svíann. Liverpool er á sama tíma að klára kaup á Hugo Ekitike frá Frankfurt.
Þessi 25 ára sænski landsliðsmaður hefur spilað virkilega vel fyrir Newcastle frá komunni frá Real Sociead sumarið 2023.
Liverpool er sagt hafa verið tilbúið að safna saman 120 mlljónum punda og bjóða þær í Svíann. Liverpool er á sama tíma að klára kaup á Hugo Ekitike frá Frankfurt.
Gonzalo Gaitan, umboðsmaður Isak, hefur tjáð sig um stöðuna.
„Við erum að skoða möguleikana og við gætum verið nálægt því að klára næsta skref fyrir leikmanninn, án þess að gefa eitthvað upp hvort Ísak fari frá eða verði áfram hjá Newcastle."
Eddie Howe, stjóri Newcastle, sendi Isak sendi heim úr æfingaferð liðsins eftir tapið gegn Celtic sem vakti upp spurningar um framtíð leikmannsins.
Athugasemdir