City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúleg viðskipti hjá Frankfurt
Hugo Ekitike er á leið til Liverpool.
Hugo Ekitike er á leið til Liverpool.
Mynd: EPA
Þýska félagið Eintracht Frankfurt hefur stundað ótrúleg viðskipti síðustu árin þegar kemur að framherjum.

Félagið er núna að selja franska framherjann Hugo Ekitike til Liverpool fyrir um 78 milljónir punda

En á síðastliðnum misserum hefur félagið selt fleiri framherja. Þar á meðal eru Randal Kolo Muani og Omar Marmoush sem fóru til PSG og Manchester City.

Alls hafa þessir þrír leikmenn verið seldir á 255 milljónir evra en Frankfurt borgaði aðeins 16,5 milljónir evra fyrir þá.

Hreint út sagt mögnuð viðskipti hjá þýska félaginu.


Athugasemdir
banner