Franski sóknarmaðurinn Hugo Ekitike mun fljúga til Liverpool á morgun þar sem hann gengst undir læknisskoðun fyrir félagaskipti sín til Englandsmeistarana.
Liverpool og Eintracht Frankfurt hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á Ekitike.
Liverpool og Eintracht Frankfurt hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á Ekitike.
Englandsmeistararnir greiða Frankfurt 78 milljónir punda og bætast 4 milljónir í bónusa ofan á grunnverðið.
Ekitike, sem er 23 ára gamall, fer í læknisskoðun hjá Liverpool á morgun áður en hann skrifar undir sex ára samning við félagið.
Frakkinn skoraði 15 mörk og gaf 8 stoðsendingar í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir