Ef Breiðablik tekst að vinna Lech Poznan frá Póllandi í forkeppni Meistaradeildarinnar þá er það ljóst að Íslandsmeistararnir mæta annað hvort Rauðu stjörnunni frá Serbíu eða Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í næstu umferð.
Allar líkur eru á því að Rauða stjarnan muni vinna það einvígi enda miklu sterkara lið.
Allar líkur eru á því að Rauða stjarnan muni vinna það einvígi enda miklu sterkara lið.
Rauða stjarnan er gríðarlega sterkt og komst alla leið í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Þar endaði liðið í 29. sæti af 36 liðum og var fimm stigum frá umspilinu.
Síðar í dag kemur í ljós hver andstæðingur Breiðabliks verður í Evrópudeildinni ef liðið tapar gegn Lech Poznan.
Fyrri leikur Breiðabliks og Lech Poznan er í Póllandi á morgun og seinni leikurinn í næstu viku.
Athugasemdir