City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír mikilvægir að skrifa undir hjá Real Madrid
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír mikilvægir leikmenn eru að skrifa undir nýja samninga við spænska stórveldið Real Madrid.

Markvörðurinn Thibaut Courtois er að gera tveggja ára samning við félagið en hann er 33 ára gamall og með aðeins eitt ár eftir af núverandi samningi.

Courtois er talinn til bestu markvarða heims og hefur spilað 288 leiki á sjö árum í Madríd, þó hann hafi misst af einu ári vegna meiðsla. Þar áður var hann hjá Chelsea, Atlético Madrid og Genk.

Brahim Díaz er einnig að skrifa undir nýjan samning sem mun þó gilda lengur heldur en í tvö ár. Díaz er 25 ára sóknarleikmaður og er að semja um fimm ára samning, með möguleika á auka ári. Núverandi samningur hans við félagið rennur út eftir tvö ár.

Að lokum er varnarmaðurinn öflugi Raúl Asencio að gera sex ára samning við félagið. Asencio er 22 ára og aðeins með eitt ár eftir af núverandi samningi.
Athugasemdir
banner