City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba: Man Utd er að missa frábæran leikmann
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba segir að Manchester United sé að missa frábæran leikmann í Marcus Rashford.

Rashford er að yfirgefa Man Utd eftir að hafa leikið nánast allan sinn feril hjá félaginu. Hann er að ganga í raðir Barcelona á láni en framtíð hans liggur ekki hjá United.

„Manchester United er að missa frábæran leikmann," sagði Pogba sem samdi nýverið við Mónakó.

Pogba spilaði með Rashford hjá United fyrir nokkrum árum síðan.

„Þetta er frábært fyrir Barcelona. Man Utd hefur fengið inn nokkra nýja leikmenn og stjórinn þar vill gera hlutina á sinn hátt."
Athugasemdir