Sóknartengiliðurinn öflugi Xavi Simons vill ólmur skipta um félag í sumar og hefur farið fram á að vera seldur frá RB Leipzig.
Chelsea og Arsenal eru meðal félaga sem hafa verið sögð áhugasöm um þennan 22 ára landsliðsmann Hollands.
Sky í Þýskalandi greinir frá því að Simons sé falur fyrir um 60 milljónir evra í sumar, en hann á tvö ár eftir af samningi sínum.
Simons, sem á 28 landsleiki að baki þrátt fyrir ungan aldur, kom að 19 mörkum í 33 leikjum með Leipzig á síðustu leiktíð.
Leikmaðurinn er alinn upp hjá Barcelona en hann skipti yfir til PSG á táningsárunum. Hann hefur einnig leikið fyrir PSV Eindhoven á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, auk PSG og Leipzig.
Athugasemdir