City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Blikar óheppnir að enda í 5-8. sæti af 193 liðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Anton Ari Einarsson
Það var nóg um að vera í Gothia Cup fótboltamótinu í Gautaborg þar sem nokkur íslensk félög mættu til leiks og gerðu Blikar sérstaklega gott mót.

Breiðablik mætti til leiks með 45 efnilega fótboltamenn í þremur liðum og náði 2009 árgangurinn alla leið í 8-liða úrslitin. Í þeim árgangi eru 15 og 16 ára gamlir strákar sem slógu meðal annars Right to Dream stórveldið frá Gana úr leik í 32-liða úrslitum.

Blikar sigruðu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, gegn liðum frá Noregi, Svíþjóð og Suður-Afríku, áður en þeir lögðu Keflavík að velli í 64-liða úrslitum, með fjórum mörkum gegn engu.

Þegar komið var til leiks í 16-liða úrslitin, eftir sigur gegn Right to Dream, sigruðu Blikar 2-0 gegn Svíunum frá Kungsbacka.

Það var í 8-liða úrslitunum sem Kópavogsstrákarnir biðu loks ósigurs. Þeir voru óheppnir að tapa gegn bandarísku strákunum í liði Maryland Bobacts, sem lögðu mikið upp úr því að tefja leikinn.

Markvörður Bobcats var gríðarlega öflugur og hélt bandarísku strákunum inn í leiknum. Hann var svo hetjan í vítaspyrnukeppninni sem Bobcats sigruðu 4-2 og komust áfram í undanúrslitin.

Erling Ormar Vignisson, einn af liðsstjórum Blika, nefnir sérstaklega hversu erfitt og krefjandi það er fyrir leikmenn að spila svona marga leiki á stuttum tíma. Eftir að farið er upp úr riðlakeppni geta lið lent í því að keppa 5 leiki á tveimur dögum, en hver leikur er 60 mínútur.

   20.07.2025 08:00
Stelpa rústaði strákum á Gothia Cup



Athugasemdir
banner